Categories: GÖNGUFERÐIR

Eldfjallaganga – á Eldfell

Eins og nafnið bendir til munum við ganga á Eldfell sem er nýjasta eldfjallið í Vestmannaeyjum. Við byrjum ferðina á skrifstofu (Strandvegur 65) og göngum þaðan á Skansinn, þar sem eitt sinn var virki og í dag er norsk stafkirkja sem var gjöf frá Norðmönnum þegar 1000 ár voru liðin frá kristnitöku Íslendinga. Frá Skansinum liggur leið okkar eftir hraunkanti nýja hraunsins þar sem við sjáum vel hversu nálægt bænum hraunjaðarinn er og þaðan göngum við upp á topp Eldfells sem myndaðist í eldgosinu 1973.
Við endum gönguna í miðbæinn.