Categories: BÁTSFERÐIR
Loading...

Hringferð umhverfis Heimaey

Ferðin hefst í höfninni sem hraunrennslið var nærri því búið að loka í eldgosinu á Heimaey 1973. Í bátsferðinni má sjá litríka hella sem öldurnar hafa myndað í gegnum tíðina, yngstu eyjuna; Surtsey ásamt hinum eyjum Vestmannaeyjaklasans og hin fjölmörgu fuglabjörg. Þar er hægt að sjá fjölbreyttar fuglategundir og ef við erum heppin – hvali. Síðasta viðkoma í ferðinni er í Klettshelli sem er þekktur fyrir frábæran hljómburð og aldrei að vita nema það heyrist hljóðfæraleikur þar. Ferðin endar svo aftur þar sem við byrjuðum.
Tímalengd: 1.5 klst
Brottför: daglega kl 11:00 og 16:00 (15. maí – 15. september)
Verð 2017: Fullorðnir: 7.400 kr. Börn og unglingar (9-14 ára) og eldri borgarar: 6.400 kr. Börn yngri en 9 ára fá frítt.
Lágmarksfjöldi í ferðina: 15 farþegar
Vinsamlega athugið: allar ferðir eru háðar veðri og ekki er hægt að lofa því að allar fuglategundir eða hvalir sjáist. Stundum er ekki hægt að fara fullan hring í kringum eyjuna en við lofum því að gera ferðina sem eftirminnilegasta.