Categories: BÁTSFERÐIR

SURTSEYJARFERÐ á Víkingi

Við bjóðum upp á þessa einstöku ferð að Surtsey. Ferðin hefst og endar á Heimaey.
Surtsey er yngsta eyja Vestmannaeyjaklasans, en hún reis úr sjó í eldgosi 1963 sem stóð í 4 ár. Á leið til og frá Surtsey munum við sigla framhjá 12 eyjum klasans sem allar eru heimili fjölmargra fjölbreyttra fuglategunda. Ekki er óalgengt að hvalir sjáist í þessari ferð m.a. háhyrningar sem oft halda til á þessum slóðum. Hápunktur ferðarinnar er að sjálfsögðu Surtsey, en ekki er leyfilegt að fara í land, þar sem einungis vísindamenn hafa heimild til fara þangað.