Categories: RÚTUFERÐIR
Loading...

Náttúra og Saga

Náttúru- og söguferðin okkar veitir einstaka upplifun á heillandi sögu og náttúru Vestmannaeyja. Vestmannaeyjar eru stórmerkilegt náttúrufyrirbæri og landslagið á eyjunum er engu líkt – eldfjöll, hraunbreiður og vindsorfnir klettar. Heimaey, sem er stærsta eyjan og sú eina sem er í byggð, myndaðist í nokkrum eldgosum og er elsti hluti eyjunnar, Heimaklettur, um 40.000 ára gamall en yngsti partur eyjunnar myndaðist í eldgosinu 1973.
Í þessari ferð má m.a. sjá eftirlíkingu af landnámsbænum í Herjólfsdal, einnig heimsækjum við Stórhöfða og keyrum „ á milli fellanna“  þ.e. Helgafells og Eldfells og sjáum nýja hraunið og kíkjum í smá bæjarrúnt.
Ferðin hefst á skrifstofu í Tangagata 7.

Lengd ferðar: ca. 2 klst

Brottför: daglega kl 14:00 (2017)

Verð 2017: Fullorðnir: 6.400 kr., Börn/unglingar (9-14 ára) og eldriborgarar: 5.400 kr. Börn yngri en 9 ára fá frítt.

Lágmarksfjöldi í ferðina:  4 farþegar